Hollráð náms- og starfsráðgjafa fyrir lokapróf

Nú eru lokapróf að hefjast og gott að rifja upp hollráð náms- og starfsráðgjafa MH.

Nemendur eru hvattir til að mæta vel úthvíldir í próf, borða hollan og góðan morgunmat á prófdag og mæta tímanlega í próf.

Þegar próf er tekið geta eftirfarandi þættir skipt miklu máli.

    Vertu jákvæð/ur.
    Hlustaðu vel á fyrirmæli og leiðbeiningar kennara.
    Lestu allar leiðbeiningar og spurningar vel.
    Skrifaðu skýrt og greinilega.
    Athugaðu vægi spurninga og svaraðu þeim léttu fyrst.
    Dveldu ekki of lengi við spurningu sem þú getur ekki svarað strax, merktu hana greinilega og geymdu en ekki gleyma henni.
    Einbeittu þér að prófinu sjálfu og notaðu tímann vel.
    Leitaðu aðstoðar hjá kennara ef þú ert í vafa um einhver atriði eða ef þú ert í vandræðum.
    Gættu þess að lenda ekki í tímaþröng.
    Farðu vel yfir prófið.