Heimsókn í MH

Vikuna 4.-10. september kom hópur 9 nemenda og tveggja kennara frá Bielefeld, Þýskalandi í heimsókn í MH. Þau hittu 12 nemendur og 3 kennara í Erasmus+ samstarfsverkefni sem hverfist um lýðræði og umhverfismál.  Hér voru haldnar þrjár málstofur og hitti skemmtilega á að báðar þjóðir voru að upplifa kosningabaráttu í sínu landi sem setti mark sitt á umræðuna. Gestirnir voru mjög ánægðir með það sem þau sáu í MH og fengu meðal annars að heyra kórinn syngja og sáu kynningu stjórnmálaflokkanna fyrir skuggakosningarnar. Hópurinn heimsótti einnig Hellisheiðarvirkjun, Þingvelli, Gullfoss, Geysi og gosstöðvarnar, sem þeim fannst mikið til um. Eftir skemmtilega og fróðlega samveru hér í MH og utan skólans höfðu íslenski og þýski hópurinn kynnst og hlakka til að sjást aftur í vor, þegar Bielefeld verður heimsótt.

mynd