Heimsmarkmiðin og fundur ungmennaráðsins

Við í MH eigum fulltrúa í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.  Þau funduðu um daginn í húsakynnum Utanríkisráðuneytisins með formanni Loftslagsráðs, fulltrúa stjórnar Ungra Umhverfissinna og Þróunarsamvinnuskrifstofu um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í lok fundar fengu fulltrúarnir svo plaggöt með sér heim til þess að hengja upp í sínum skólum og kynna Heimsmarkmiðin fyrir samnemendum sínum. Á myndinni má sjá okkar fulltrúa Sigurð Einarsson Mäntylä við markmið 15: Líf á landi.