Hafragrauturinn

Í morgun voru það Steinn, Helga og Pálmi sem buðu upp á hafragrautinn sem Berglind var búin að búa t…
Í morgun voru það Steinn, Helga og Pálmi sem buðu upp á hafragrautinn sem Berglind var búin að búa til.

Í morgun mætti hafragrauturinn á Miðgarð við mikil fagnaðarlæti nemenda sem kláruðu hann upp til agna. Grauturinn verður í boði þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 9:50-10:10 og föstudaga 10:05 til 10:25. Nemendur eru hvattir til að koma með margnota ílát fyrir grautinn en þeir sem gera það ekki eiga að hreinsa vel úr pappaskálunum og setja þær í rusl fyrir pappír og skeiðarnar eru úr efni sem brotnar niður og mega því fara í lífrænu tunnuna.