Guðmundur Flóki með tvö gull í Riga

Guðmundur Flóki með gullið (mynd frá mbl.is)
Guðmundur Flóki með gullið (mynd frá mbl.is)

MH-ingurinn og taekwondokappinn Guðmundur Flóki Sigurjónsson heldur áfram að standa sig vel á erlendum stórmótum. Íslenska landsliðið tók þátt í tveimur alþjóðlegum mótum í Riga og sigraði Guðmundur Flóki á báðum mótum í sínum keppnisflokki. Mbl.is birtir frétt um málið. Við óskum Guðmundi Flóka innilega til hamingju með stórglæsilegan árangur.