Góður árangur MH-inga á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna var nýlega haldin í 6. sinn og voru þrír MH-ingar verðlaunaðir fyrir sín verk. Óðinn Jökull Björnsson fékk verðlaun fyrir best tæknilegu útfærðu stuttmyndina sem bar heitið Ferðalok. Oddur Sigþór Hilmarsson hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndatökuna í myndinni Mansöngur og þá hlaut Hildur Vaka Bjarnadóttir verðlaun fyrir tónlistina í myndinni Capable. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.