Góður árangur í eðlisfræðikeppni

Forkeppni í Landskeppni í eðlisfræði 2021 er lokið og tóku 255 nemendur frá 9 framhaldsskólum þátt. MH-ingar létu sig ekki vanta og stóðu sig vel. Oliver Sanches lenti í fimmta sæti og Hálfdán Ingi Gunnarsson í því sjötta. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.