Góð byrjun liðs MH í Gettu betur

Þriðjudaginn 5. janúar keppti lið MH í Gettu betur en andstæðingurinn var lið Framhaldsskólans á Húsavík. Leikar fóru þannig að lið MH sigraði með 32 stigum gegn þremur stigum Húsvíkinga. Lið MH skipa Ari Hallgrímsson forseti NFMH, Júlía Helga Kristbjarnardóttir og Ísleifur Arnórsson. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.