Það var hvorki langferðabíll né rúta heldur Nimbus 2000 sem tók nemendur í galdrabókmenntum alla leið á Galdrasafnið á Hólmavík og til baka á einum degi. 25 galdranemendur MHogwarts tóku flugið frá MH á laugardagsmorgni og slúttuðu annasömum galdraáfanga með ferð á alvöru galdraslóðir. Hólmavík tók á móti hópnum með blankalogni og spegilsléttum sjó, það var töfrum líkast. Nemendur fengu frábæra leiðsögn safnstjórans Önnu Bjargar Þórarinsdóttur og er gaman að geta tvinnað saman áhugamál og nám á þennan hátt.