Fyrsta vikan liðin

Ásdís, Anna Pála og Guðrún tilbúnar korter í próf. Pilar var svo ekki langt undan.
Ásdís, Anna Pála og Guðrún tilbúnar korter í próf. Pilar var svo ekki langt undan.

Fyrri prófavikan er liðin. Að okkar mati hafa prófin gengið vonum framar og við erum afar stolt af því hversu vel kennarar og nemendur hafa aðlagast nýjum aðferðum við að taka próf. Kennarar eru á Miðgarði og fylgjast með nemendum opna prófin, leysa þau og skila og allt fer þetta fram í gegnum Innu. Þetta er allt annað prófaumhverfi en við erum vön og gaman að sjá það virka svona vel. Gangi ykkur sem best í seinni vikunni og við bíðum spennt eftir að sjá hvernig ykkur gengur.