Fyrsta kóræfing vetrarins

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt sína fyrstu kóræfingu í skólanum í dag. Kórstjórinn, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, hefur staðið í ströngu í inntökuprófum undanfarna daga og tók opnum örmum á móti hópnum í dag. Salurinn var vel nýttur og fjarlægðarmörk virt. Við bíðum spennt eftir að heyra fagra tóna frá kórnum og óskum nýjum meðlimum ti hamingju með að vera komin í kórinn okkar.

kórmynd