Fyrsta gangan

Í MH eru í boði margar gerðir af líkamsræktaráföngum. Einn þeirra er fjallgönguáfangi þar sem nemendur kynnast hinum ýmsu gönguleiðum sem umhverfi borgarinnar hefur upp á að bjóða. Miðvikudaginn 7. september var lagt af stað í fyrstu göngu vetrarins og var förinni heitið í Búrfellsgjá. Hópurinn var einstaklega heppinn með veður og náttúran skartaði sínu fegursta.