Fullt staðnám frá 1. febrúar nk.

Fullt staðnám hefst 1. feb. nk. með örfáum undantekningum. Nemendur mæta í alla tíma í hús samkvæmt stundatöflu vorannar.
Það er langþráð stund að sækja alla tíma í staðnámi en við minnum á að aðstæður geta breyst mjög skyndilega eins og gerðist á haustönn. Því er mikilvægt að virða sóttvarnarreglur og vera alltaf með grímuna uppi, muna að spritta sig og virða nálægðarmörk. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans undir Kennsla í COVID-19.