Framtíðarsýn um geðheilbrigðismál

Á þingi heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum talaði Bóas Valdórsson sálfræðingur í MH um að við myndum aldrei láta einstakling bíða í eitt til eitt og hálft ár til að athuga hvort hann væri beinbrotinn. Bóas tiltók þar fimm atriði sem hann myndi vilja sjá verða að veruleika eftir tíu ár, árið 2030, varðandi þróun geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk. Þau eru: Sálfræðiþjónusta í alla framhaldsskóla, efling stoðþjónustu í framhaldsskólum, að fjárhagur verði ekki fyrirstaða fyrir ungt fólk sem þarf geðheilbrigðisþjónustu, aðgengi að greiningum á ADHD og námserfiðleikum yrði bætt og að uppfæra yrði þau sálfræðilegu mælitæki sem notuð eru hér á landi. Nánar má lesa um fyrirlesturinn á vef rúv.