Frábær árangur MH-inga í landskeppninni í efnafræði

Landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 25. febrúar sl. Alls tóku 88 nemendur þátt, úr fimm skólum. Sigurvegari var Oliver Sanchez MH-ingur, en hann hlaut 67 stig af 100 mögulegum. Telma Jeanne Bonthonneau einnig úr MH varð í 5.-6. sæti.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.