Frábær árangur á Spænskuhátíð 2023

MH og MÍT unnu til verðlauna á Spænskuhátíð 2023: MH/MÍT-nemar fá vikudvöl við háskólann Alcalá de Henares í Madrid, námskeið og uppihald. Um var að ræða myndbandasamkeppni þar sem þemað var 5. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Jafnrétti kynjanna. Nemandinn frumsamdi lag og texta sem tengdist efninu. Nemendur MH sem útbjuggu veggspjöld unnu einnig til verðlauna og fá að launum styttri heimsókn við sama skóla í vinning og nemandi MH vann spurningakeppni sem var hluti af hátíðinni.
 
Þess má geta að brátt má sjá vinningsmyndböndin 3 á vefsíðu hátíðarinnar, en þau eru frá MÍT/MH, Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og Verzlunarskóla Íslands: Sjá inn á https://spanskkultur.no/...//spanskkultur.no/spaenskuhatid/