Foreldraráð MH heldur aðal- og fræðslufund í MH 25. október kl 19:30

Frá stjórn Foreldraráðs MH: Foreldraráð MH heldur aðalfund og fræðslufund í húsakynnum skólans þriðjudaginn 25. október kl 19:30. Á dagskrá eru m.a. venjuleg aðalfundarstörf, umræður um þátt foreldraráðs í verkefninu  MH Heilsueflandi framhaldsskóli og tveir stuttir fyrirlestrar um vímuefnavarnir. Kaffiveitingar í boði skólans. Núverandi formaður Foreldraráðs, Viðar Ágústsson...

gefur kost á sér til áframhaldandi starfa en áhugasamir foreldrar um störf með Foreldraráði eru beðnir um að senda tölvubréf til vidara@islandia.is.

Ennfremur verður fjallað um stefnu Foreldraráðs til styrktar þátttöku MH í verkefninu "Heilsueflandi framhaldsskóli" og samvinnu í samræmi við bréf MH í mars síðastliðnum til Menntamálaráðuneytis um vímuvarnastefnu.

Stjórn Foreldraráðs hefur sérstakan áhuga á að koma á fót gæsluhópi sem getur staðið vaktina utandyra meðan nemendur bíða í röðum eftir að komast inn á skólaball. Þeir foreldrar sem geta hugsað sér að vera í gæsluhópnum eru beðnir um að senda tölvubréf til vidara@islandia.is.

Á fundinum verða kaffiveitingar í boði skólans og tveir stuttir fyrirlestrar um vímuefnavarnir ásamt umræðum á eftir verða haldnir á aðalfundinum til að fræða foreldra um forvarnir við fíkniefnaneyslu nemenda ásamt einkennum og viðbrögðum við fíkniefnaneyslu.

Stjórn Foreldraráðs MH