Femínistafélagið Embla á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar

Femínistafélagið Embla tók nýlega þátt í Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar. Félagið hefur verið áberandi í jafnréttisumræðu framhaldsskólanema og er það góð viðurkenning fyrir starf félagsins að vera boðið að vera þátttakandi á málþingi sveitarfélags á höfuðborgarsvæðinu. Formaður félagsins, Laura Solveig Lefort Scheefer, var nýlega í spjalli á Rás tvö í þættinum Smá pláss um femínisma í framhaldsskólum. Framundan er femínistavika Emblu dagana 8.-12. október og má búast við góðri þátttöku nemenda.