Lífffræðikeppni framhaldsskólanna

Nýlega var haldin Líffræðikeppni framhaldsskólanna.  Þátttakendur voru 281 þar af 20 úr okkar skóla. Þeir 18 stigahæstu fara áfram í úrtökupróf sem haldið verður 15. mars, þar ræðst hverjir verða í landsliði Íslands sem fer í alþjóðlegu Ólympíukeppnina sem haldin verður í Szeged í Ungverjalandi í júlí 2019. Í 18 manna hópnum voru tveir MH-ingar þau Hafdís Ósk Hrannarsdóttir og Jón Klausen.  Það verður spennandi að fylgjast með þeim.