María Kristín Árnadóttir, Diljá Nanna Guðmundsdóttir, Hólmfríður Hafliðadóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir
Leikhússport keppnin Leiktu betur fór fram í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi. Það er ánægjulegt að segja frá því að MH-ingarnir María Kristín Árnadóttir, Diljá Nanna Guðmundsdóttir, Hólmfríður Hafliðadóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir lentu í 3. sæti í spunakeppni framhaldsskólanna. Til gamans má geta þess að þjálfari sigurliðs MA er MH-ingurinn Hákon Jóhannesson. Til hamingju með okkar flotta fólk.