Vörpum fjólubláu út í umhverfið

Vörpu fjólubláu út í umhverfið
Vörpu fjólubláu út í umhverfið

Fjólublár er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlaðs fólks og er Menntaskólinn við Hamrahlíð upplýstur með fjólubláum kösturum til að sýna stuðning.

Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu. Fatlað fólk er um 15 prósent mannkyns samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eða yfir einn milljarður á heimsvísu. Hér á landi eru þetta um 57.000 manns. Þessi dagur hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1992 með það að markmiði að efla skilning á málefnum fatlaðs fólks og ýta undir stuðning við reisn, réttindi og velferð þess. Jafnframt að auka vitund um þann ávinning sem hlýst af þátttöku fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélagsins – stjórnmála-, félags-, efnahags- og menningarlífs.

Markmiðið er upplýst samfélag – ekki aðeins þessa daga heldur alla daga, samfélag þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda.

https://www.obi.is/