Val fyrir haustönn 2022

Valið hefst í dag 4. mars með valtíma kl. 12:40. Þar geta nemendur fengið aðstoð við að velja þá áfanga sem passa best inn í þeirra námsferil og braut og rætt við umsjónarkennarann sinn um hvað sem er sem tengist náminu. Nemendur sem eru á opinni braut þurfa að hafa í huga hverjar kjörgreinar þeirra eru og láta umsjónarkennarann vita um leið og það liggur fyrir. Í áfangaframboði fyrir haustið kennir ýmissa grasa og verður gaman að sjá hvað nemendur velja. Valinu lýkur mánudaginn 14. mars og þá er skoðað, út frá valinu, hvaða áfangar  verða í boði næsta haust. Það skiptir því miklu máli að velja og velja rétt miðað við námsleiðir hvers og eins.