Prófin að byrja

Fyrsti prófdagur er mánudagurinn 4. maí. Á Miðgarði verða kennarar í aðeins öðruvísi yfirsetu en vanalega þar sem próftakar eru ekki á staðnum. Búið er að raða upp borðum fyrir kennara þannig að allir sitja saman, með hóflegt bili á milli, og fylgjast með og leiðbeina nemendum ef eitthvað kemur upp á. Prófstjóri og námsráðgjafar verða einnig tilbúin að aðstoða ef þarf. Kæru nemendur gangi ykkur sem best í prófunum.