Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember mun Halldór Armand Ásgeirsson skáld halda stutt erindi og lesa úr nýrri skáldsögu sinni Drón í stofu 11 kl. 12.15 mánudaginn 17. nóvember. Halldór er gamall MH-ingur, var í Morfísliði MH og var  t.d. valinn Ræðumaður Íslands árið 2006. Hann þjálfaði líka Morfíslið MH í mörg ár.  Allir velkomnir!