Dagskrá 50 ára afmælisdagsins 24. september

Fyrsta skólasetningin 24. september 1966.
Fyrsta skólasetningin 24. september 1966.
Kl. 14:00 - 16:00 - Opið hús! Finndu borðið þitt, skoðaðu leynistaðina og hittu alla hina sem líka voru í MH. Leiðsögn um skólann, sögusýningar, kíkt í kennslustund og óvæntar uppákomur þegar minnst varir.   Kl. 16:00 - 17:00 - Hátíðadagskrá á Miklagarði.  Ávarp rektors Lárusar H. Bjarnasonar. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur. Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt rekur byggingasögu skólans í máli og myndum Wincie Jóhannsdóttir kennari og leiðsögumaður segir frá MH. Skólinn minn - Eiríkur Tómasson fulltrúi fyrsta árgangs skólans og Katrín Helga Ólafsdóttir nýstúdent ræða saman um skólann sinn. Sagt verður frá undirbúningi að stofnun nemendasambands Menntaskólans við Hamrahlíð. Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leikur á flygilinn sem hún vígði á fyrsta starfsári skólans. Gjöf frá fyrsta árgangi MH og fyrrverandi- og núverandi starfsmönnum skólans afhjúpuð á Miðgarði. Kl. 17:00 - 18:00 - Kaffi og kökur á Miðgarði.  kl. 20:00 - 22:00 - Tónleikar á Miklagarði þar sem núverandi og fyrrverandi nemendur MH stilla saman strengi og desibel. Fram koma Ragnheiður Gröndal, Pjetur og Úlfarnir, Svavar Knútur, Unnur Sara Eldjárn, Karl Olgeirsson, asdfgh, Snorri Helgason, Högni Egilsson, Páll Óskar og MH-húsbandið.