Þriðja græna skrefið

Græn skref er verkefni á vegum Umhverfisstofnunar
Græn skref er verkefni á vegum Umhverfisstofnunar

MH hefur nú lokið þremur grænum skrefum af fimm í samnefndu verkefni á vegum Umhverfisstofnunar. Fyrsta skrefið var stigið um miðjan febrúar 2021, öðru skrefi lauk í byrjun nóvember og úttekt á því þriðja fór fram 20. desember. Verkefnið snýst um að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi skólans. Skólinn hefur nú sett sér umhverfis- og loftslagsstefnu sem og markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til ársins 2023. Við höldum ótrauð áfram og stefnum á að ljúka skrefunum fimm á nýju ári.