Skólahald í viku 4 og viku 5

Í dag og alla þessa viku eru nemendur að mæta í skólann frá kl. 8:10 til 12:35 skv. sinni stundatöflu. Skólanum hefur verið skipt upp í 5 sóttvarnarhólf og þurfa nemendur að vera duglegir að kynna sér inn um hvaða innganga þeir eiga að fara og í hvaða rými þeir mega vera í eyðum. Kennsla eftir hádegi fer fram í rafrænum heimi skv. skipulagi hvers kennara í hverjum áfanga fyrir sig. Í viku 5 verður þessu skipulagi snúið við og rafræn kennsla verður fyrir hádegi en nemendur mæta í MH eftir hádegi. Allar nánari upplýsingar eru aðgengilegar undir Covid-hnappnum.