Síðasta próf

Þorsteinn, Rúna og Stefán glöð með daginn
Þorsteinn, Rúna og Stefán glöð með daginn

Í dag var prófað í sögu og var þetta líka síðasti prófdagurinn skv. próftöflu. Eftir kl. 16:00, miðvikudaginn 19. maí mun Pálmi áfangastjóri hringa í þau stúdentsefni sem gekk ekki nógu vel og láta vita ef möguleiki verður á endurtektarprófi. Vonum að sem fæstir fái það símtal. Opnað verður fyrir einkunnir eftir kl. 16 fimmtudaginn 20. maí og þá geta nemendur einnig staðfest valið sitt fyrir haustönnina. Prófsýning verður milli 10 og 12 föstudaginn 21. maí.