Staðfestingardagur

Einkunnir munu birtast í Innu eftir kl. 16:00, miðvikudaginn 18. maí 2022.  Staðfestingardagur og prófasýning verður fimmtudaginn 19. maí.

Nemendur geta hitt umsjónarkennarana sína í stofum eða á Miðgarði, milli kl. 10 – 11 

upplýsingar væntanlegar

 

Prófsýning verður milli kl. 11:15 og 12:15 og eftir það eru prófin sett í geymslu. Nemendur eru hvattir til að nýta sér það að geta skoðað prófin. 

------------------------------------------

Öllum nemendum skólans er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda áfram nám við MH. Þeir sem ekki staðfesta val eiga ekki vísa skólavist á haustönn 2022. Þegar búið er að birta einkunnir í Innu geta nemendur staðfest val sitt, ef þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar á valinu. Þeir sem þurfa að gera breytingar geta gert það skv. leiðbeiningum á heimasíðunni. https://www.mh.is/is/namid/namsframvinda/val/stadfesting-1

Greiðsluseðlar munu birtast í heimabanka nemenda (eða aðstandenda) strax eftir staðfestingardag (dagsetning verður sett inn síðar) og þarf að greiða þá fyrir 2. júní.