Sérleg septembervika 18.-22. september

Dagana 18. til 22. september verður horfið frá hefðbundnu skipulagi stundatöflu og munu tvöfaldir tímar lengjast, þ.e. morguntímar teygjast til 12:00 og síðdegistímar verða frá 12:30-16:00. Nemendur þurfa að mæta í þá stofu sem skráð er í stundatöflu í tvöfalda tímanum.
Sérleg septembervika er hugsuð til að brjóta upp skólastarfið og munu margir nemendahópar vera á faraldsfæti, t.d. í vettvangsferðum eða í tilraunum sem ekki gefst tími til í hefðbundinni stundatöflu. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um sérlega septemberviku.