Sérleg septembervika 2017

 

Í vikunni frá mánudeginum 18. sept. til föstudags 22. sept. brjótum við upp hefðbundið skólastarf. Nemendur og kennarar mæta einu sinni í hvern áfanga þessa viku og þá í lengdan langan tíma.

Tvöfaldir tímar lengjast, morguntímar teygjast til hádegis (8:30-12:00) og síðdegistímar frá hádegi til fjögur (12:30-16:00) og mæta nemendur og kennarar í þá stofu sem skráð er í stundatöflu í langa tímanum. 

 

Kennarar láta nemendur vita hvaða leið er valin í hverjum áfanga og ef við á hvaða fyrirlestur fylgir.

Stokkar septemberviku

Viðvera í lengdum tvöföldum tíma gildir fyrir alla tíma vikunnar.

LÍKAMSRÆKT:  Boðið verður upp á aukatíma/uppbótartíma í líkamsrækt.  Hefðbundin líkamsrækt fellur niður. Nemendur mæta þegar þeim hentar.

  1. Gleðihlaup/-ganga, 5 km, vegna aukatíma mánud. 18 sept.  Mæting við Perluna kl: 9:00.  Munið góða skó, drykk og nasl.
  2. Opið hús í íþróttahúsi MH þriðjudag til fimmtudags frá kl: 10:00 til 14:00, og föstudag frá kl: 10:00 til 12:00.
Síðast uppfært: 13. september 2017