Nýnemar vorannar 2023

Allir sem sóttu um skólavist hjá okkur fyrir vorönn 2023 fengu í dag póst með upplýsingum um næstu skref. Það er alltaf gaman að taka á móti nýju fólki og erum við í MH mjög spennt að hitta ykkur öll í janúar. Ef það eru einhverjar spurningar sem vakna þá eruð þið velkomin í heimsókn eða senda okkur tölvupóst eins og tekið er fram í pósti dagsins. Greiðsluseðlar ættu að birtast í heimabankanum á morgun og er eindaginn 28. desember. Eldri nemendur athugið að eindagi ykkar skólagjalda er 21. desember.