Menntabúðir MH og Verzló

Steinn Jóhannsson rektor MH og Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands.
Steinn Jóhannsson rektor MH og Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri Verzlunarskóla Íslands.

Menntabúðir MH og Verzló voru haldnar föstudaginn 18. mars þar sem starfsfólk skólanna kom saman og ræddi ýmis málefni er varða skólastarfið og kennsluna. Starfsfólk MH gekk fyrst yfir í Verzló þar sem fundað var eftir fagsviðum. Síðan færði hópurinn sig yfir í MH þar sem kennarar beggja skóla höfðu sett upp bása og sýndu þar ýmislegt sem tengist kennslunni og náminu. Dagurinn heppnaðist vel. Það er dýrmætt að hitta kollega og bera saman bækur sínar bæði í starfi og leik. Hér er tengill á frétt Verzlunarskólans um þennan viðburð og myndir frá honum: Menntabúðir VÍ og MH.