Kynningarfundir fyrir 10. bekkinga

10. bekkingar sem misstu af opnu húsi eru velkomnir að koma í heimsókn í vikunni 25.-27. apríl kl. 16:15-17:30. Þeir sem vilja þiggja boðið geta skráð sig á þann dag sem hentar. Á þessum kynningum taka náms- og starfsráðgjafar á móti nemendum og kynna þeim skólann og einnig munu nokkrir núverandi MH-ingar vera til staðar og sýna skólann. Ef þú misstir af opna húsinu 6. apríl þá er þetta tækifæri sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara. Við bendum líka á kynningarefni sem má finna á heimasíðunni.