Frönskunemar í MH verðlaunaðir af franska sendiherranum á Íslandi

Mánudaginn 11. júní bauð franski sendiherrann til móttöku í sendiherrabústaðnum við Skálholtsstíg. Tilefni boðsins var að verðlauna þá nemendur í framhaldsskólum sem stóðu sig afburða vel í frönsku á stúdentsprófi. Tveir nemendur úr MH voru boðnir í móttökuna, þær Diljá Þorbjargardóttir og Ásdís Sól Ágústsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin!