Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Á morgun 21. mars, er Forritunarkeppni framhaldsskólanna, en hún verður núna haldin sem fjar-keppni vegna samkomubannsins, þ.e.a.s þátttakendur skrá sig inn í keppnisumhverfið heiman frá sér. MH er með eitt lið sem tekur þátt, The Bools heitir það. Þetta fyrirkomulag keppninnar mun reyna mikið á fjar-samvinnu keppenda, en vonandi hefur þátttaka í fjarkennslunni síðustu daga verið góð æfing. Þar sem allir liðsmenn eru að vinna heiman frá sér þá þurfa liðsmenn að spjalla saman í gegnum samskiptaforrit ásamt því að hafa aðgang að skjá eins liðsmanns til að geta forritað lausnina saman. Lausnin er síðan send inn á sérstakan skilavef keppninnar (Kattis) sem fer sjálfvirkt yfir lausnina og gefur liðinu stig. Öll liðin sjá stigatöflu í rauntíma og geta því fylgst með gengi síns liðs.
Lokaathöfn verður streymt út á netið og byrjar klukkan 16:15. Lokaathöfnin byrjar stuttu eftir að keppni lýkur, eða klukkan 16:15, og verður hægt að fylgjast með henni á netinu hér: https://livestream.com/ru/ff2020

Áfram The Bools!!!