Innritun í framhaldsskóla stendur yfir frá 25. apríl til og með 10. júní 2025.
Nemendur sækja um tvo til þrjá skóla og velja sér jafnframt tvær námsbrautir innan hvers skóla (fyrsta val og annað til vara).
Meðan innritun stendur yfir geta nemendur breytt umsókn sinni. Það getur verið hvort heldur vegna þess að nemandi hafi skipt um skoðun eða meti það svo að standast ekki inntökuskilyrði á þær námsbrautir sem sótt var um. Þegar grunnskólum hefur verið slitið í vor flytjast skólaeinkunnir (lokavitnisburður) nemenda rafrænt til þeirra skóla sem þeir sóttu um hjá.
Fylgiskjöl með umsóknum
Það þarf ekki að senda afrit af prófskírteinum með umsókn. Vottorð eða sérstakar upplýsingar, t.d. um sértæka námsörðugleika, námsferil úr erlendum skólum og sértækum skólum, geta nemendur látið fylgja með umsókn sem viðhengi. Einnig má senda slík gögn til viðkomandi skóla með pósti eða biðja viðkomandi grunnskóla um að senda þau. Greiningargögn á ekki að senda með umsóknum.
Allir nemendur í 10. bekk og forráðamenn þeirra eiga að hafa fengið sent foreldrabréf með upplýsingum um innritun í framhaldsskóla haustið 2025.
Bréfið er einnig hægt að nálgast hér.
Umsókn um framhaldsskóla
