Brunaæfing

Rektor viðbúinn að takast á við sitt hlutverk í æfingunni
Rektor viðbúinn að takast á við sitt hlutverk í æfingunni

Brunaæfing var haldin í MH síðasta miðvikudag. Brunakerfið fór í gang upp úr kl. 9 og þegar búið var að slökkva á því fór það strax aftur í gang og þá vitum við í MH að við eigum að rýma húsið eins hratt og við getum. Rýming tók 4 mínútur og 15 sekúndur og erum við nokkuð sátt við það. Eftir æfinguna var farið yfir ferlana og þeir endurbættir fyrir næstu æfingu eða ef raunverulega hættu ber að garði. Við vonum að svo verði ekki en ef svo verður þá erum við viðbúin. Rýmingaráætlun skólans má finna á heimasíðu skólans ásamt öðrum stefnum og áætlunum.