Kór MH og Kammerkórinn Huldur héldu tónleika í Háteigskirkju

Kór MH syngur í Háteigskirkju.
Kór MH syngur í Háteigskirkju.

BRÁTT MUN BIRTAN DOFNA - Kór Menntaskólans við Hamrahlíð (103) og Kammerkórinn Huldur (32) kvöddu haustið í gær með tónleikunum í Háteigskirkju. Sérstakir gestir voru einsöngvararnir Kristjana Stefánsdóttir og Hafsteinn Þórólfsson. Frumflutt var kórverk eftir Arvid Ísleif, Oddný Þórarinsdóttir kom fram sem einsöngvari og píanómeðleikari í lokaverki tónleikanna var Erlendur Snær Erlendsson. Uppselt var á tónleikana og voru gestir í skýjunum á eftir.