Börn og netmiðlar

Það er mikið leitað til skólanna að leggja fyrir ýmsar kannanir og ein af þeim fór í loftið í dag í MH. Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd fara þess á leit að fá þátttöku nemenda í könnuninni Börn og netmiðlar. Könnunin veitir mikilvægar upplýsingar um netmiðlanotkun ungmenna. Niðurstöðurnar verða notaðar sem grunnur að frekari vinnu Fjölmiðlanefndar við upplýsinga- og forvarnaraðgerðir, en þátttaka sem flestra er afar mikilvæg. Nánari upplýsingar og hlekkur á könnun. Við hvetjum nemendur til að taka þátt.