Bollakökur

Meistaralega gerðar bollakökur
Meistaralega gerðar bollakökur

Otkóberlotan er í fullum gangi og viðburður dagsins var í höndum handritshöfundanna Birkis Blæs og Jónasar Margeirs þar sem þeir leiddu okkur í sannleikann um það hvernig ein setning verður að sjónvarpsþætti. Meðan sumir framleiða sjónvarpsþætti eru aðrir að baka og nemendur í hússtjórn fengu að spreyta sig á bollakökugerð þar sem hugmyndaflugið fékk að njóta sín í skreytingum með kremi og sykurmassa. Hver veit nema einhvern tímann verði gerð sjónvarpsþáttaröð um bollakökugerð í MH.