Arvo Pärt, Hamrahlíðarkórarnir og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hamrahlíðarkórarnir syngja verk eftir Arvo Pärt með Sinfóníuhljómsveit Íslands fimmtudaginn 3. mars. Eistneska tónskáldið Arvo Pärt hefur heillað heimsbyggðina með einstökum og undirfögrum tónsmíðum. Á tónleikunum heyrast tvö verka hans Cantus in memoriam Benjamin Britten og Te Deum sem tónskáldið segist hafa á varnfærnislegan hátt dregið út úr þögninni og tóminu.