Áróra Líf er fulltrúi MH í söngkeppni framhaldsskólanna

Áróra Líf Sigurþórsdóttir sigraði söngkeppni Óðríks Algaula sem haldin var í febrúar og keppir fyrir hönd NFMH/MH í söngkeppni framhaldskólanna sem verður haldin næstkomandi laugardag 12. apríl í Háskólabíói. Áróra Líf mun syngja lagið Óskarsverðlaunatár eða Oscar winning tears með Raye.
 
Við hvetjum nemendur til að kaupa miða á keppnina og styðja Áróru Líf áfram, stuðningur skiptir svo miklu máli. Keppnin verður einnig sýnd í beinni á RÚV kl 19:45 og hvetjum við öll til þess að fylgjast með keppninni.