Alma Ágústsdóttir stúdentsefni MH sigraði ræðukeppni The English Speaking Union

Til hamingju með sigur í þessari erfiðu keppni Alma!   Í frétt á heimasíðu RÚV segir um sigurinn: ,,Alma Ágústsdóttir, tvítugur nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, vann í dag í alþjóðlegri ræðukeppni sem the English Speaking Union stendur fyrir. Alma bar sigur úr býtum í forkeppni í Reykjavík fyrr á árinu. Hún varð því fulltrúi English Speaking Union á Íslandi í ræðukeppni sem haldin var í Lundúnum í vikunni. Fulltrúar frá fimmtíu löndum tóku þátt. Ræða Ölmu hét: ,,To be ignorant of the past is to remain a child" eða Sá sem þekkir ekki fortíðina heldur áfram að vera barn. Alma verður stúdent frá MH síðar í vor." Tengill í frétt RÚV