Akademísk heilindi

Búið er að setja fram og samræma reglur sem tengjast námi nemenda í MH og eru kallaðar Akademísk heilindi. Fyrirmyndin kemur úr IB náminu og eru reglurnar komnar á heimasíðuna. Vísað verður í þessar reglur varðandi prófin núna í vor og eiga nemendur að lesa þær vel og tileinka sér. Næsta haust verða Akademísku heildindin tekin fyrir í lífsleikni nýnema til að tryggja að allir nemendur þekki þau. Undir prófreglur er hægt að lesa útdrátt úr akademísku heilindunum sem tengjast prófum og próftöku.