Að gefnu tilefni

Enn er ekki ljóst hver tók upp á því á dögunum að teikna typpi sem beint var að andlitsmynd nafngreindrar kennslukonu hér við skólann á miða sem auðkennir pósthólf viðkomandi. Hér er um kynbundið áreiti að ræða sem hlýtur að vera okkur öllum áminning um mikilvægi virkrar jafnréttisáætlunar í skólanum og að við séum sívökul í þessum efnum. Jafnréttisáætlun MH kveður meðal annars á um að kynbundin mismunun og kynbundið ofbeldi eða áreiti sé ekki liðið. Sem betur fer hefur margt áunnist og í skólanum fer fram fræðsla og opinská umræða um þessi mál, meðal annars undir merkjum feminisma og kynjafræði. Gerandinn í þessu máli á sitthvað ólært en fréttir vonandi af þessari frétt og sér að sér.