Á móti straumnum

Föstudagskvöldið 11. mars frumsýndi Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð leikritið Á móti straumnum (Way Upstream e. Alan Ayckbourn) í leikstjórn Rebekku Magnúsdóttur. Leikritið fjallar um tvenn hjón sem leigja bát og fara saman í skemmtisiglingu. Siglingin tekur óvænta stefnu þegar bjargvættur þeirra reynist vera siðblindur sjóræningi sem tekur bátinn yfir.  Á endanum verða þau öll að velja hvort þau eigi að sigla með eða á móti straumnum. Sýningin var mjög skemmtileg og sýndi leikhópurinn ótrúlega hæfileika á öllum sviðum. Við hvetjum alla sem tök hafa á að skella sér á sýninguna í Undirheimum. Upplýsingar um sýningartíma má finna á tix.is.