50 ára afmælishátíð - 50 year anniversary 19. - 25. september

MH í hátíðarskapi haustið 2016
MH í hátíðarskapi haustið 2016
Haldið verður upp á 50 ára afmæli skólans frá mánudeginum 19. september til sunnudags 25. september. Ýmislegt verður sér til gamans gert og er aðgangur að öllum viðburðum öllum opinn. Nánari upplýsingar verða birtar á næstunni hér á heimasíðunni en gamlir og nýir MH-ingar eru auk þess hvattir til þess að láta sér líka við fésbókarsíðu afmælisins.English version Dagskrá: Mánudagur 19.sept - föstudags 23. sept Aftur til framtíðar - dagskrá hádegisfyrirlestra í boði fyrrum nemenda. Gamlir MH-ingar eru hvattir til að taka að minnsta kosti eitt hádegi frá í vikunni til að hlusta á fróðleg erindi í boði eldri MH-inga og prófa að verða nemendur á ný. Dagskrá væntanleg. Miðvikudagur 21.sept kl. 20:00 Leiktu þér meira! Rifjuð upp leiklistarsaga MH og keppt í spuna og stuði. Manst þú eftir Gísl eða Rocky Horror með Palla? Fimmtudagur 22. sept kl. 20:30 Hamraskáldin góðu. Rithöfundar úr hópi fyrrum nemenda skólans lesa úr verkum sínum í Norðurkjallara. Meðal þeirra sem lesa Bragi Ólafsson, Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Bryndís Björgvinsdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir. Föstudagur 23. sept kl 11:45 Hádegistónleikar. þar sem Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari, Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona, Berglind María Tómasdóttir þverflautuleikari, Guðrún Dalía píanóleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari snúa aftur að gamla góða flyglinum og gleðja hlustir á Miklagarði. Laugardagur 24. september - afmælisdagurinn sjálfur: kl. 14:00 - 16:00 - Opið hús! Finndu borðið þitt, skoðaðu leynistaðina og hittu alla hina sem líka voru í MH. Leiðsögn um skólann, sögusýningar, kíkt í kennslustund og óvæntar uppákomur þegar minnst varir. kl. 16:00 - 17:00 - Hátíðadagskrá á Miklagarði. kl. 17:00 - 18:00 - Kaffi og kökur á Miðgarði.  kl. 20:00 - 22:00 - Tónleikar á Miklagarði þar sem núverandi og fyrrverandi nemendur MH stilla saman strengi og desibel. Fram koma Húsbandið, Ragnheiður Gröndal, Pjetur og Úlfarnir, Svavar Knútur, Unnur Sara, Karl Olgeirsson, asdfgh, Snorri Helgason, Högni Egilsson og Páll Óskar. Sunnudagur 25. september kl 13 Skákmót í minningu Guðmundar Arnlaugssonar, fyrsta rektors skólans, haldið í samvinnu við Skáksamband Íslands. Tefldar verða 13 umferðir með umhugsunartímanum 3+2 og er mótið öllum opið. Skráning fer fram á www.skak.is. Allir velkomnir!