Aðstoð við nemendur

Nemendum stendur til boða ýmiss konar aðstoð innan skólans við að skipuleggja nám sitt auk stuðnings vegna námsörðugleika eða annarra vandamála.

Síðurnar sem sjá má í dálki hér til hægri innihalda upplýsingar um það sem í boði er. Náms- og starfsráðgjafar veita aðstoð af ýmsum toga, bæði vegna náms og persónulegra mála. Auk þess geta nemendur fengið aðstoð við að skipuleggja nám sitt hjá námstjórum, aðstoð við nám í námsveri og aðstoð vegna persónulegra vandamála hjá sálfræðingi og námsráðgjöfum. Leiðbeiningar um tölvumál og Office 365 er að finna á sérstökum síðum.

Síðast uppfært: 13. ágúst 2019