Hvers konar persónuupplýsingar vinnur MH með og í hvaða tilgangi?

MH vinnur með persónuupplýsingar einkum í tvenns konar tilgangi: Annars vegar til að uppfylla lagalegar skyldur sínar (sjá til dæmis lög um framhaldsskóla nr. 92/2008) og hins vegar til að veita sem besta þjónustu. Upplýsingum um nemendur er safnað svo þeir geti stundað nám við skólann og fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Upplýsingum um starfsfólk er safnað til að unnt sé að meta hæfni þeirra til starfa og greiða þeim laun. Mikilvægt er að halda góðum skólabrag og vinna gegn einelti, alls kyns áreitni og ofbeldi. Skráning viðkvæmra persónuupplýsinga getur komið upp í tengslum við slík mál. Einstaka vinnsla persónuupplýsinga er byggð á lögmætum hagsmunum, til dæmis eru öryggismyndavélar notaðar í eftirlitsskyni. Upplýsingar geta bæði verið á pappír og rafrænar.

Dæmi um persónuupplýsingar um
nemendur sem MH vinnur með:

Dæmi um persónuupplýsingar um
starfsfólk sem MH vinnur með:

 • Grunnupplýsingar s.s. nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, símanúmer
 • Grunnupplýsingar um forráðamenn s.s. nöfn, kennitölur, heimilisföng, netföng, símanúmer
 • Mætingar
 • Verkefnaskil
 • Einkunnir
 • Mat á námi úr öðrum skólum
 • Heilsufarsupplýsingar
 • Upplýsingar um greiningar og/eða sérþarfir, veittar af nemanda sjálfum eða forráðamanni
 • Upplýsingar um ráðgjöf og samskipti við nemendur og forráðamenn þeirra
 • Útlán af bókasafni skólans
 • Ljósmyndir
 • Grunnupplýsingar s.s. nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, símanúmer
 • Umsókn um starf, ferilskrá, kynningarbréf og annað sem fylgir umsókn
 • Heilsufarsupplýsingar
 • Launareikningur

 

Dæmi um persónuupplýsingar um ýmsa viðskiptavini:

 • Grunnupplýsingar s.s. nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, símanúmer
 • Bankareikningar
Síðast uppfært: 11. október 2019